Fara í efni
Fréttir

Mikill niðurskurður á SAk er óviðunandi

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Bæjarstjórn Akureyrar skorar á heilbrigðisyfirvöld að koma í veg fyrir þann mikla niðurskurð sem fyrirhugaður er á Sjúkrahúsinu á Akureyri á þessu ári. Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi, vakti máls á stöðu sjúkrahússins á fundi bæjarstjórnar í dag og gerði það einnig í jómfrúrræðu sinni á Alþingi á dögunum, þegar hún tók þar sæti í nokkra daga sem varamaður Loga Einarssonar.

Eftirfarandi bókun var samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í dag:

„Bæjarstjórn Akureyrarbæjar telur óásættanlegt að grípa þurfi til umfangsmikils niðurskurðar á Sjúkrahúsinu á Akureyri, með þeim afleiðingum sem blasa við starfsfólki, sjúklingum og aðstandendum þeirra. Bæjarstjórn skorar á heilbrigðisráðherra, ríkisstjórn og þingheim allan að grípa til tafarlausra úrbóta.“