Fara í efni
Fréttir

Mikil samstaða með Úkraínumönnum

Natalia Kravtchouk, sem heldur bæði á úkraínska fánanum og þeim íslenska, var ein þeirra sem tók mál…
Natalia Kravtchouk, sem heldur bæði á úkraínska fánanum og þeim íslenska, var ein þeirra sem tók máls á fundinum á Ráðhústorgi. Natalia er frá Úkraínu en hefur búið hér á landi í aldarfjórðung. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Á þriðja hundrað manns komu saman á Ráðhústorgi síðdegis til að sýna samstöðu með úkraínsku þjóðinni og mótmæla innrás Rússlands í landið.

Úkraínumaðurinn Andrii Gladii, sem búið hefur á Akureyri undanfarin þrjú ár, boðaði til fundarins síðdegis í gær og var himinlifandi með mætinguna og þann mikla samstöðukraft sem hann skynjaði. „Ég er nánast orðlaus. Mætingin fór fram úr mínum björtustu vonum,“ sagði hann við Akureyri.net.

Nánar síðar í dag

Hluti fundarmanna á Ráðhústorgi í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.