Fara í efni
Fréttir

Mikil hálka í Kjarnaskógi, munið mannbroddana!

Mikil hálka í Kjarnaskógi, munið mannbroddana!

Gríðarleg hálka er nú á göngustígunum í Kjarnaskógi, eftir hlýindi undanfarinna daga. Starfsmenn Skógræktarfélags Eyfirðinga sandbáru í morgun bílastæði og upplýsta göngustíga í skóginum og göngufæri er gott - en þeir hvetja fólk þó til að leggja mannbroddunum ekki. Margir ganga reglulega í skóginum og eins gott að vera vel útbúinn. Það gæti komið í veg fyrir beinbrot við þessar aðstæður.