Fara í efni
Fréttir

Mikil ánægja með nýju lyftuna!

Ljósmyndir: Óskar Ingólfsson
Ljósmyndir: Óskar Ingólfsson

Sú langþráða stund rann upp í dag að nýjasta skíðalyftan í Hlíðarfjalli var gangsett. Það stóð upphaflega til í desember 2018 en tafðist af ýmsum ástæðum. Gestir í Hlíðarfjalli eru augljóslega himinlifandi með lyftuna, ef marka má umsagnir á samfélagsmiðlum.

Veðrið var frábært á Akureyri í dag, sólin skein í logninu, og skíðafæri var gott í Hlíðarfjalli. Mikill fjöldi fólks var í fjallinu í dag, um 2.400 fóru í gegnum lyftuhlið á svæðinu.

Engin viðhöfn var í dag heldur nýja lyftan einfaldlega sett í gang. Hún verður svo formlega tekin í gagnið síðar og þá gefið nafn.