Fara í efni
Fréttir

Mikið snjóaði og þungfært í morgun

Þingvallastrætið hreinsað í morgun. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Þingvallastrætið hreinsað í morgun. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þungfært var í mörgum íbúðahverfum á Akureyri í morgun, snjómokstur hófst í rauðabítið og búið er að opna aðalleiðir. Unnið verður áfram að mokstri gatna og göngustíga fram eftir degi.

Mikið snjóaði í nótt, veður var vont og aðstoða þurfti fólk sem hafði festa bíla hér og þar í Eyjafirði. Strætisvagnar Akureyrar ganga enn ekki að fullu skv. áætlun og gera má ráð fyrir röskun á þjónustu þeirra fram eftir degi.

Unnið að snjómokstri í Naustahverfi í morgun. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.