Fara í efni
Fréttir

Meðvitundarlaus í 10 klukkutíma

Meðvitundarlaus í 10 klukkutíma

Lögregla rannsakar hvort ungri konu, sem var meðvitundarlaus í 10 klukkutíma um helgina, hafi verið byrluð ólyfjan á skemmtistað á Akureyri. Þetta kom fram í fréttatíma Ríkissjónvarpsins.

Móðir konunnar segir í samtali við RÚV að óhugnanlegt hafi verið að sjá ástand dóttur sinnar á sjúkrahúsinu. Starfsfólk sem tók á móti henni þar teldi augljóst að dóttur hennar hafi verið byrlað. Unga konan, sem er um tvítugt, hvetur fólk til að vera vakandi úti á lífinu.

Þrjú mál af þessu tagi komu upp um helgina eins og Akureyri.net hefur greint frá en RÚV greinir frá því að eitt mál að auki frá fyrri helgi sé til rannsóknar.

Smellið hér til að sjá frétt RÚV