Fara í efni
Fréttir

María Guðmundsdóttir Toney – minningar

Útför Maríu Guðmundsdóttur Toney verður frá Akureyrarkirkju í dag klukkan 13.00. Hún fæddist á Akureyri 29. maí 1993 og lést 2. september síðastliðinn, aðeins 29 ára, á sjúkrahúsi í Gjøvik í Noregi eftir hetjulega baráttu við mjög sjaldgæft krabbamein.

Foreldrar Maríu eru Bryndís Ýr Viggósdóttir og Guðmundur Sigurjónsson. Systkini hennar eru Íris fædd 1990 og Bjarki fæddur 1999. Eiginmaður Maríu er Ryan Toney.

María ólst upp í Þorpinu á Akureyri og gekk í Giljaskóla en flutti til Kongsberg í Noregi 15 ára og hóf nám í skíðamenntaskóla í Geilo 16 ára. Hún var margfaldur Íslandsmeistari í alpagreinum skíðaíþrótta og landsliðskona. María varð fyrst Íslandsmeistari í fullorðinsflokki aðeins 15 ára, eftir harða keppni við stóru systur sína.

María komst 40 sinnum á verðlaunapall á alþjóðlegum mótum, á Íslandi, í Svíþjóð, Noregi og Bandaríkjunum, þar af 17 sinnum sem sigurvegari.

Hún vann sér tvívegis rétt til keppni á Ólympíuleikum, 2014 og 2018, en komst í hvorugt skipti vegna meiðsla. María sleit krossband í hné þrisvar á ferlinum, m.a. tveimur dögum fyrir Ólympíuleikana 2014. 

Þegar María veiktist stundaði hún doktorsnám í sjúkraþjálfun í Oregon í Bandaríkjunum þar sem hún var búsett ásamt eiginmanni sínum.

Vinir Maríu úr Skíðafélagi Akureyrar minnast hennar í grein sem birtst á Akureyri.net í morgun. Smellið hér til að lesa.

Hægt er að horfa á útförin í beinu streymi með því að smella hér.