Fara í efni
Fréttir

Margra grasa kennir á nýrri heimasíðu

Lystigarðurinn og Menntaskólinn einhvern tíma milli 1920 og 1930. Mynd af heimasíðu garðsins.

Ný heimasíða Lystigarðsins á Akureyri hefur verið opnuð og kennir þar margra grasa – eins og nærri má geta.

Óhætt er að fullyrða að Lystigarðurinn er bæjarbúum afar kær; þeir eru stoltir af þessum dýrðarstað. Stefnt er að því að birta reglulega á nýju síðunni fréttir af því sem er að gerast og tengist starfinu í þessum fallega skrúðgarði Akureyringa. Einnig er sagt frá sögu garðsins, fjallað um styttur og minnismerki, húsin í garðinum og birtar sérstakar umgengnisreglur sem gestum Lystigarðsins ber að virða.

Á síðunni segir að hún sé enn að einhverju leyti í vinnslu en þess sé vænst að hún hafi tekið á sig endanlega mynd fyrir páska.

Smellið hér til að fara á heimasíðu Lystigarðsins.

Mynd af heimasíðu Lystigarðsins.