Fara í efni
Fréttir

Margir búnir að rýma til fyrir nýjum birgðum

Ljósmynd: Þorgeir Baldursson.

Töluvert hefur snjóað á Akureyri síðustu daga, með fallegum hléum reyndar, svo þeir sem vildu gátu skotist út og rýmt til fyrir nýjum birgðum. Margir mokuðu stéttina og jafnvel allt planið á laugardaginn en vöknuðu upp við þann vonda draum - eða góða, eftir atvikum - að full ástæða var til að endurtaka leikinn í gær. Einhverjir drógu þá fram skófluna á ný og gleðjast eflaust í dag, þegar enn er von á nýrri sendingu! Eftir daginn í dag á svo reyndar að birta til og spá gerir ekki ráð fyrir neinni úrkomu út vikuna. Kalt verður og stillt fram á föstudagskvöld, óskaveður margra á þessum árstíma.

Á vegum bæjarins voru tugir moksturstækja á ferð um helgina enda mikilvægt að halda helstu leiðum opnum, bæði fyrir bíla og fótgangandi.

Þorgeir Baldursson, vinur Akureyri.net, hefur verið á ferðinni síðustu daga vopnaður myndavél. Sjón er sögu ríkari.