Fara í efni
Fréttir

Málþing um listnám á háskólastigi á Akureyri

Opið málþing um möguleika á að koma á fót listnámi á háskólastigi á Akureyri verður haldið í Listasafninu á Akureyri á morgun, miðvikudag 30. mars og hefst klukkan 14.00. Allir eru velkomnir.

Ávörp flytja:

  • Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
  • Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri
  • Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands
  • Anna Richards, gjörningalistakona

Að loknum framsögum:

  • Arnar Jóhannesson frá RHA kynnir fýsileikakönnun sem gerð var á hug framhaldsskólanema á landinu til að stunda listnám á háskólastigi á Akureyri.
  • Vilhjálmur Bragason segir nokkur vel valin orð um inntak málþingsins.

Eftir stutt kaffihlé:

  • Listamaðurinn Bergþór Morthens ávarpar samkomuna úr fjarska; ávarpinu varpað á skjá.
  • Pallborðsumræður með þáttöku framsögumanna og að auki Örnu Valsdóttur, kennara og listamanns, og Benedikts Barðasonar, aðstoðarskólastjóra VMA.
  • Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, slítur málþinginu með nokkrum orðum og að því búnu verður boðið upp á léttar veitingar.

Fundarstjóri verður Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri.

Málþingið er haldið að frumkvæði SSNE og Akureyrarbæjar með stuðningi úr Sóknaráætlun Norðurlands eystra í samvinnu við Háskólann á Akureyri, Listaháskóla Íslands, Listasafnið á Akureyri, Menntaskólann á Akureyri, Menntaskólann á Tröllaskaga og Verkmenntaskólann á Akureyri.