Fréttir
Malbikun hefur áfram áhrif á strætó í dag
08.07.2025 kl. 06:00

Leið 1 ekur Þingvallastræti og Þórunnarstræti í stað þess að fara niður Dalsbrautina og Borgarbraut.
Malbikun Borgarbrautar heldur áfram í dag og er þá komið að syðri akreininni, sem verður lokuð frá kl. 8 árdegis og fram á kvöld, frá hringtorgi við Glerártorg upp að Dalsbraut.
Malbikunarframkvæmdirnar hafa áhrif á akstursleiðir strætisvagna á leiðum 1 og 4 og geta einnig valdið töfum á leið 2 og 3.
- Leið 1 ekur niður Þingvallastræti og Þórunnarstræti (í stað Dalsbrautar og Borgarbrautar) og hægt að nota stoppstöðvar við þær götur.
- Leið 4 ekur niður Höfðahlíð, inn á Skarðshlíð, Undirhlíð og Hörgárbraut (í stað Borgarbrautar) og hægt að nota stoppstöðvar við þær götur.
Nyrðri akreinin var malbikuð í gær, eins og Akureyri.net greindi frá hér: Brosað mót sólu og svörtu malbikinu
Leið 4 ekur um Skarðshlíð, Höfðahlíð, Undirhlíð og Hörgárbraut á meðan syðri akrein Borgarbrautar er lokuð.