Fara í efni
Fréttir

„Magnaðir mánudagar“ nýs pistlahöfundar

Sigríður Ólafsdóttir, mannauðsráðgjafi og PCC markþjálfi hjá Mögnum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Sigríður Ólafsdóttir, mannauðsráðgjafi og PCC markþjálfi hjá Mögnum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Sigríður Ólafsdóttir, mannauðsráðgjafi og PCC markþjálfi hjá Mögnum, er nýr pistlahöfundur á Akureyri.net. Pistlar hennar, Magnaðir mánudagar, verða birtir á tveggja vikna fresti, annan hvern mánudag. Sá fyrsti birtist í dag.

Í pistlunum mun Sigríður fjalla um „þá vegferð okkar að vera fólk í leik og starfi“ eins og hún orðar það; vangaveltur í bland við fræðin og áhuga og þekkingu höfundar.

Lesendur geta óskað eftir umfjöllun um ákveðin viðfangsefni ef svo ber undir. Netfang Sigríðar er sigga@mognum.is 

Sigríður stofnaði fyrirtækið Mögnum á Akureyri árið 2018. Mögnum veitir þjónustu á sviði ráðninga, ráðgjafar, fræðslu og markþjálfunar. Einkunnarorð fyrirtækisins eru Mögnum það sem á svæðinu býr svo við eflumst sem samfélag.

Fyrsta pistilinn kallar Sigríður Mismunandi mögnuð markmið. Smellið hér til að lesa.