Fara í efni
Fréttir

Magnað myndband af aurskriðunni

Ljósmynd: Gylfi Gylfason
Ljósmynd: Gylfi Gylfason

Myndband hefur verið birt á Íslandsrásinni á youtube af aurskriðunni sem féll úr Kræðufjalli á Grenivíkurveg í síðustu viku. „Hér má meðal annars sjá upptök skriðunnar en það er af nægu efni að taka þarna efst uppi svo þetta þarf ekki endilega að vera búið,“ segir í texta með myndbandinu sem Gylfi Gylfason tók.

„Sunnan Kræðufjalls er svo Draflastaðafjall en þaðan féll hin ógnastóra Víkurhólaskriða fyrir margt um löngu og olli flóðbylgju, en líklegt er að misgengi hafi hjálpað í því tilfelli. En skýringin á þessum atburði er auðvitað bara allt þetta lausa efni sem hangir þarna í fjallshlíðinni og sést vel þegar upp er komið,“ segir þar.

Smellið hér til að sjá myndbandið.