Fara í efni
Fréttir

Nýja lyftan tekin í notkun í næstu viku!

Við endastöð nýju lyftunnar í Hlíðarfjalli - í 1014 metra hæð yfir sjávarmáli.
Við endastöð nýju lyftunnar í Hlíðarfjalli - í 1014 metra hæð yfir sjávarmáli.

Nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli, sem skíðamenn hafa lengi beðið eftir með óþreyju, verður tekin í notkun í næstu viku skv. heimildum Akureyri.net. Stefnt var að því að taka hana formlega í notkun á miðvikudaginn en þá er spáð mikilli rigningu, svo líklega verður föstudagurinn fyrir valinu.

Lyftan verður að vísu látin ganga eina tvo daga áður en hún verður formlega opnuð, skíðamönnum verður þá heimilt að fara með henni upp og renna sér niður eftir öðrum leiðum en þeir eru vanir. Næsta víst er að margir munu nýta sér það! En formleg opnun, með ræðuhöldum og tilheyrandi, verður að öllum líkindum föstudaginn 12. mars.