Fréttir
Lónið við gömlu Glerárvirkjun nánast fullt
18.08.2021 kl. 10:30

Lónið við neðri virkjunina, þá gömlu, í Glerá í vikunni. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Lónið við neðri Glerárvirkjun, þá gömlu, er nánast orðið fullt eftir gífurlegan framburð í kraftmiklu flóði fyrri hluta síðasta mánaðar. Í mörg ár hefur efni reglulega verið mokað úr lóninu, yfirleitt á tveggja til þriggja ára fresti, og stefnt er að því í september eða október. Meira efni er í lóninu nú en vant er, skv. upplýsingum Akureyri.net og áætlað að hægt verði að moka upp um 3.500 rúmmetrum í þetta skiptið. Framburðurinn hefur í gegnum árin meðal annars verið notaður við lagningu á vatnsrörum fyrir Norðurorku og Fallorku og til stígagerðar á Glerárdal. Ekki er ljóst hvað gert verður við efnið í þetta skipti.