Fara í efni
Fréttir

Löngum hlýindakafla fer senn að ljúka

Löngum hlýindakafla fer senn að ljúka

„Löngum og vænum hlýindakafla fyrir norðan og austan fer senn að ljúka,“ skrifaði Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku og veðurvinur Akureyri.net, á Facebook síðu sína í gærkvöldi. Hann segir spáð háloftalægð um helgina, með svalara lofti og bleytu.

Svo má eiga von á norðaustan átt á næstunni. Einar segir: „Um verslunarmannahelgina, í það minnsta framan af henni, eru metnar um 50-60% líkur á NA-átt með hringsóli lægðar við Færeyjar. Slíka klassíska NA-átt höfum við varla séð hér frá því um 10.-15. júní. Eins og hún getur nú verið algeng á sumrin – en af flestum fremur illa þokkuð.“

Spá Bliku um Akureyri

Vefur Bliku