Fréttir
Lögregluaðgerðin: Ekki frelsissvipting
24.07.2025 kl. 15:45

Einn hinna handteknu leiddur að lögreglubíl í Skipagötu síðastliðið föstudagskvöld.
Eins og fram kom í frétt akureyri.net um sl. helgi lék grunur á frelsissviptingu og vopnaburði, þar sem fimm voru handtekin í aðgerðum lögreglu og sérsveitar síðla föstudagskvölds í miðbæ Akureyrar. Aðgerðin vakti mikla athygli vegfarenda, enda mikið umleikis þegar handtökurnar fóru fram og fjöldi fólks fylgdist með.
Samkvæmt frétt mbl.is hefur lögregla nú staðfest að málið sé ekki lengur til rannsóknar og að ekki hafi verið um frelsissviptingu að ræða. „Þetta reyndist ekki vera neitt mál, einhver ágreiningur milli frænda á fylleríi og hugsanlega dass af einhverju öðru,“ segir Rut Herner Konráðsdóttir lögreglufulltrúi í svari til mbl.is. Einnig segir í fréttinni að ekki verði veittar frekari upplýsingar um málsatvik.