Fara í efni
Fréttir

Lögreglan leitar vitna að tveimur líkamsárásum

Lögreglan á Akureyri hefur auglýst eftir vitnum að tveimur líkamsárásum sem áttu sér stað með stuttu millibili aðfaranótt 18. mars síðastliðinn í miðbæ Akureyrar.
 
„Önnur árásin átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Vamos og hin árásin fyrir utan húsnæði Sjóvá og Stapa. Þeir sem urðu vitni að þessum árásum eru beðnir um að gefa sig fram á lögreglustöðinni við Þórunnarstræti eða hringja í 444-2800 á dagvinnutíma,“ segir á Facebook síðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra.