Fara í efni
Fréttir

Maðurinn sem lögreglan leitaði er fundinn

UPPFÆRT - Maðurinn er fundinn heill á húfi.

Lögreglan á Akureyri leitar nú að manni um sjötugt, sem þjáist af heilabilun. Greint var frá þessu á Facebook síðu lögreglunnar fyrir nokkrum mínútum. Þar segir:
 
Hann er talinn hafa farið fótgangandi úr húsi á Suðurbrekkunni á Akureyri seinni partinn í dag, en heimili hans er í Giljahverfi.
 
Maðurinn er líklega klæddur í gráar joggingbuxur, dökka úlpu og með græna prjónahúfu. Hann er um 190 cm á hæð.
 
Þeir sem hafa orðið mannsins varir eru vinsamlegast beðnir um að hringja í lögreglu í síma 112.