Fara í efni
Fréttir

Logaði glatt við bensínlokið

Slökkviliðsmaður að störfum við bílinn. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Slökkviliðsmaður að störfum við bílinn. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Eldur kviknaði í mannlausum bíl á stæði við Dalsgerði um klukkan 11. Lögregla var fljót á staðinn og slökkvibíll kom skömmu síðar, fólki á vettvangi leist ekki á blikuna því eldur logaði glatt við bensínlokið en slökkviliðsmaður var snöggur að ráða niðurlögum eldsins.