Fara í efni
Fréttir

„Ljómandi fundur“ – hér er hægt að horfa á hann

Nýjasti leikskóli bæjarins, Klappir við Glerárskóla. Mynd af vef Akureyrarbæjar.
Nýjasti leikskóli bæjarins, Klappir við Glerárskóla. Mynd af vef Akureyrarbæjar.

Rafrænn kynningarfundur sem haldinn var í gær um fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2022 til 2025 var vel heppnaður, að sögn Ásthildar Sturludóttur, bæjarstjóra.

„Á fundinum voru 60 til 70 manns og hann var ljómandi góður, fínar spurningar og umræður,“ sagði bæjarstjórinn við Akureyri.net í morgun.

„Fundargestum gafst færi á að spyrja bæjarfulltrúa eða bæjarstjóra um fjárhagsáætlunina og starfsemi sveitarfélagsins og komu áhugaverðar spurningar. Meðal annars var spurt um gjaldtöku á bílastæðum, rekstur sveitarfélagsins, gjaldskrár, hugmyndir um sölu á húsnæði Hlíðar og Lögmannshlíðar og helstu áherslur í atvinnumálum,“ segir á vef bæjarins.

„Þá var einnig rætt um fyrirhugaða breytingu á þjónustu Glerárlaugar. Á fundinum kom fram að þótt nákvæm útfærsla liggi ekki fyrir þá hafi bæjarstjórn ákveðið að draga úr aðgengi almennings að sundlauginni, allavega tímabundið, í hagræðingarskyni. Ekki stendur þó til að loka sundlauginni alfarið.“

Smellið hér til að horfa á upptöku frá fundinum.