Fara í efni
Fréttir

Listakosning verður á Svalbarðsströnd

Safnasafnið á Svalbarðsströnd. Ljósmynd:Skapti Hallgrímsson.

Tveir framboðslistar verða í kjöri í Svalbarðsstrandarhreppi við sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí. Eftir því sem næst verður komist er þetta í fyrsta skipti sem listakosning fer fram; hingað til hefur ætíð verið persónukjör, óhlutbundnar kosningar, sem svo eru kallaðar, þar sem hægt er að kjósa á milli allra íbúa sveitarfélagsins.

Listi A – Strandarlistinn

1. Gestur Jónmundur Jensson, bóndi, Dálksstöðum

2. Anna Karen Úlfarsdóttir, nemi, Klöpp

3. Ólafur Rúnar Ólafsson, sölustjóri, Laugartúni 2

4. Inga Margrét Árnadóttir, kennari, Þórisstöðum

5. Árný Þóra Ágústsdóttir, bókari, Meðalheimi

6. Sigurður Halldórsson , bílamálari, Laugartúni 10

7. Elísabet Inga Ásgrímsdóttir, listamaður, Heiðarbóli

8. Sindri Már Mánason, bóndi, Halllandi 1

9. Trausti Guðmundsson, ráðgjafi, Skálafelli

10. Vilhjálmur Rósantsson, bóndi, Garðsvík

Listi Ö – Ströndungur

1. Bjarni Þór Guðmundsson, bóndi, Svalbarði

2. Hanna Sigurjónsdóttir, leikskólakennari, Sunnuhlíð

3. Stefán Ari Sigurðsson, bifvélavirki, Hörg

4. Sigrún Rósa Kjartansdóttir, kennari, Tröðum

5. Brynjólfur Snorri Brynjólfsson, bóndi, Efri-Dálkstöðum 2

6. Sigríður Ingibjörg Stefánsdóttir, iðjuþjálfi, Litla-Hvammi 2

7. Arnar Þór Björnsson, vélfræðingur, Bakkatúni 2

8. Ingþór Björnsson, sjómaður, Smáratúni 11

9. Auður Jakobsdóttir, hótelstjóri, Sveinbjarnargerði IIA

10. Þorgils Guðmundsson, vélvirki, Laugartúni 8