Fara í efni
Fréttir

Leita ökumanns sem ók á kú í Öxnadal

Lögreglan lýsir eftir ökumanni sem ók á kú og hvarf af vettvangi. Kýrin á myndinni tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Lögreglan á Norðurlandi eystra birti tilkynningu fyrr í kvöld þar sem lýst er eftir ökumanni sem ók bifreið sinni af vettvangi eftir að hafa ekið á kú við Jónasarlund við þjóðveg 1 um Öxnadal rétt eftir kl. 15:30 í dag. Lögreglan óskar jafnframt eftir að heyra frá mögulegum vitnum að atvikinu.
 
Bifreiðin sem um ræðir er hvít að lit og var á suðurleið, að því er fram kemur í tilkynningu lögreglunnar. Ekki liggur fyrir frekari lýsing á bifreiðinni Ökumaður bifreiðarinnar er hvattur til að gefa sig fram eða setja sig í samband við lögregluna á Norðurlandi eystra í gegnum Neyðarlínuna, 112. Þá eru þeir sem telja sig hafa upplýsingar um ákeyrsluna, bifreiðina eða ökumanninn beðnir um að hafa samband við lögregluna á Akureyri með sama hætti,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.