Fara í efni
Fréttir

Leikmaður Einherja frjáls ferða sinna

Rannsókn lögreglu á líkamsárás sem erlendur knattspyrnumaður úr röðum Einherja á Vopnafirði var grunaður um - að hafa stungið annan mann með hnífi - er lokið. Leikmaðurinn er nú frjáls ferða sinna. Þetta kemur fram á vef Austufréttar.

Atvikið átti sér stað í heimahúsi á Akureyri í byrjun október og var leikmaðurinn settur í farbann á meðan rannsókninni stóð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri var málið sent til embættis héraðssaksóknara sem lauk málinu með skilorðsbundinni frestun á ákæru.

Austurfrétt segir það þýða að brjóti einstaklingur ekki af sér í tiltekinn tíma verði ekki gefin út ákæra í málinu. Brjósti viðkomandi hins vegar af sér á skilorðstímanum er hægt að bæta ákærunni sem frestað var við nýja ákæru. Þetta á aðeins við um atvik sem gerast innan íslenskrar lögsögu.

Nánar á vef Austurfréttar