Fara í efni
Fréttir

Langar þig til að verða rannsóknarlögregla?

Við embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra eru laus til umsóknar störf, annars vegar rannsóknarlögreglumanna og hins vegar borgaralega sérfræðinga, við rannsóknir á stafrænum gögnum, með áherslu á farsímarannsóknir.

Störfin eru auglýst á Starfatorgi – hér má sjá nánari upplýsingar.

Umsóknarfrestur rennur út á mánudag og gert ráð fyrir að viðkomandi hefji störf strax um mánaðamótin.

Fram kemur að meðal verkefna séu rannsóknir vegna krefjast aukinnar sérhæfingar og sérþekkingar svo sem, afritanir og rannsóknir farsíma og annarra stafrænna sönnunargagna, og samskipti við erlenda samskiptamiðla og löggæsluyfirvöld með tilliti til réttarbeiðna.

„Rannsóknir á stafrænum gögnum eru sífellt að verða umfangsmeiri í hvers kyns rannsóknum lögreglu. Við þurfum því að efla þann þátt starfseminnar sérstaklega og erum að leita að starfsfólki sem hefur almenna þekkingu og áhuga á tölvum, farsímum og öðrum búnaði sem safnar stafrænum gögnum. Menntun og reynsla á því sviði er því mikill kostur en umsækjendur þurfa að vera tilbúnir að sækja sér viðbótarmenntun sem tengist rannsóknum og greiningu á stafrænum sönnunargögnum,“ segir á Facebook síðu lögreglunnar.