Fara í efni
Fréttir

Landlæknir: SAk geri hlé á fjarlækningum

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Fjarvaktir lækna á Sjúkrahúsinu á Akureyri hafa verið stöðvaðar eftir að Landlæknir gerði athugasemdir við öryggi þeirra. Sjúkrahúsið hefur til skoðunar hvort hægt sé að halda fjarlækningunum áfram. Þetta kemur í frétt RÚV.

„Sjúkrahúsið á Akureyri, líkt og fleiri heilbrigðisstofnanir í landinu, hefur átt í erfiðleikum með að manna allar stöður á spítalanum. Því var gripið til þess ráðs að manna vaktir bráðalækna með hjálp tækninnar, og íslenskur læknir í Bandaríkjunum fenginn inn á vaktir í gegnum fjarfundarbúnað - þar til að landlæknir gerði við það athugasemdir,“ segir í fréttinni.

„Þær lausnir sem við eigum hér innanhúss til þess að leyfa lækni sem er í tölvu að ræða beint við sjúkling, þær uppfylltu ekki kröfur embættis landlæknis þannig við stöðvuðum verkefnið“, segir Ragnheiður Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga á SAk við RÚV.

Smellið hér til að sjá alla frétt RÚV