Fara í efni
Fréttir

Kynntu nýtt Covid viðvörunarkerfi

Covid-19 viðvörunarkerfi var kynnt á upplýsingafundi Almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra og embættis landlæknis. Kerfið byggir á litum líkt og veðurviðvörunarkerfi Veðurstofu Íslands. Viðvörunarkerfinu er ætlað að auka fyrirsjáanleika til lengri tíma varðandi þær aðgerðir sem grípa þarf til í baráttunni við faraldurinn og lágmarka þannig heildarskaðann sem hann veldur í samfélaginu.

Litirnir eru fjórir; grár (nýja normið), gulur (vertu á verði), appelsínugulur (aukin hætta) og rauður (alvarlegt ástand).

„Alvarlegt ástand“ er nú í gildi hér á landi vegna Covid-19 hér­lend­is - merkt rautt, sem þýðir m.a. miklar fjölda­tak­mark­an­ir. Í ástand­inu fel­ast „mikl­ar lík­ur á mjög mikl­um sam­fé­lags­leg­um áhrif­um. Strang­ar og íþyngj­andi sótt­varnaaðgerðir á sam­kom­um og jafn­vel ferðum fólks inn­an­lands. Mik­il hætta á smit­um og fólk beðið að halda sig inn­an síns nán­asta tengslahóps og fara sér­stak­lega var­lega í þjón­ustu og um­gengni við viðkvæma hópa. Heil­brigðis­kerfið er við þol­mörk og álag á viðbragðsaðila mikið,“ seg­ir á Covid.is.

Þegar alvarlegt ástand ríkir - rautt - sem nú eru 5-20 manna sam­komutak­mörk í gildi, tveggja metra ná­lægðarmörk og grímu­skylda í al­menn­ings­sam­göng­um, versl­un­um, þegar farið er á milli sótt­varna­hólfa og í starf­semi sem krefst nánd­ar. Sam­vera meðal allra nán­ustu er þó heim­il.

Engin ný smit hafa verið greind á Akureyri síðustu dag og enginn liggur á Sjúkrahúsi á Akureyri nú vegna Covid-19.

Ítarlegar upplýsingar eru hér á síðunni covid.is, m.a. um viðmið fyrir skólastarf og íþróttastarf.