Fara í efni
Fréttir

Kynnir Juliana garðhús og býður á tilboðsverði

„Á síðari árum hafa vinsældir ýmis konar garðhúsa vaxið mikið og skyldi engan undra, þessi hús bjóða upp á einstaka möguleika til að bæta lífsgæði fólks verulega, vorið kemur fyrr og haustið lengist, úr verður mun lengra sumar sem allir njóta til fulls,“ segir Arnar Guðmundsson, eigandi Fasteignasölu Akureyrar við Skipagötu.

Arnar kynnir í dag garðhús frá danska framleiðandanum Juliana á fasteignasölu sinni og býður til sölu á tilboðsverði.

„Á okkar slóðum þar sem náttúrufegurðin og landslagið býður upp á einstaka möguleika fyrir útivist og samveru veita þessi hús það sem oft vantar: Skjól, birtu og yl í líf okkar ásamt því að bjóða upp á fleiri samveru- og gleðistundir fyrir fjölskylduna alla,“ segir Arnar. Hann er söluaðili fyrir danska framleiðandann á Norðurlandi.

Juliana er danskur framleiðandi með yfir 60 ára reynslu og sérfræði þekkingu, að sögn Arnars. Þar á bæ hafa menn skipt viðteknum hugmyndum um gróðurhús í tvo flokka, segir hann: Annars vegar er Halls, sem býður upp á hagkvæmar gróðurhúsalausnir á góðu verði, „hins vegar er Juliana, sem sérhæfir sig í sterkbyggðum og vel hönnuðum garðhúsum sem eru ætluð til notkunar í öllum veðrum og vindum allt árið um kring, hvort sem er sem viðbótarrými fyrir fjölskylduna og heimilið eða sem staður fyrir ró og afslöppun.“

Kynningin hjá Arnari á Fasteignasölu Akureyrar hefst kl. 12.00 í dag og stendur til kl. 16.00.