Fara í efni
Fréttir

Krakkasport opnar verslun á Glerártorgi

Krakkasport opnar verslun á Glerártorgi

Krakkasport ehf. mun opna verslun á Glerártorgi í byrjun nóvember. Krakkasport hóf starfsemi sem netverslun fyrir rúmu ári en síðan í apríl hefur lítil verslun verið rekin að Njarðarnesi 6 samhliða vefversluninni.

Eins og nafnið gefur til kynna var aðaláherslan í upphafi á vörur fyrir börn en vöruúrval hefur vaxið og er orðið fjölbreyttara. Nú sérhæfir verslunin sig í vörum sem viðkoma frístundum fyrir alla aldurshópa, að því er segir á vef Glerártorgs.

„Mikil eftirvænting er fyrir opnun verslunarinnar sem einnig mun fá nýtt nafn með skírskotun til aukins vöruúrvals. Verslunin mun fá nafnið Hobbý & sport þegar hún opnar á Glerártorgi,“ segir þar. Hobbý & sport verður í hluta plássins sem verslun Rúmfatalagersins var áður.