Berjast með kjafti og klóm fyrir eldri borgara

Kjaramál og húsnæðismál voru helstu umræðuefnin á landsfundi Landssambands eldri borgara (LEB) sem fram fór á dögunum að sögn Björns Snæbjörnssonar sem kjörinn var formaður á fundinum eins og Akureyri.net greindi frá.
„Áherslur okkar í kjaramálum eru þær sömu og hafa verið undanfarin ár þ.e. að hækka grunnlífeyri og minnka muninn á milli hans og lægstu taxta. Munurinn í dag er tæplega 105.000 kr. Grunnlífeyrir stendur núna í kr. 347.521 sem getur ómögulega verið eitthvað sem fólk getur lifað af,“ segir Björn í grein sem birtist á Akureyri.net í dag.
Skýrt kom fram á fundinum, segir Björn, að sérstaklega þurfi að rétta hlut þeirra verst settu; 15.000 manns séu með tekjur undir lágmarkslaunum og það sé ekki verjandi.
Grein Björns: Samstaða, kjarkur og þor