Fara í efni
Fréttir

Kraftar í kögglum og listræn mýkt

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Keppnin Aflraunameistari Íslands stendur nú yfir við menningarhúsið Hof á Akureyri, svo og Íslandsmót í drumbalyftu. Keppni hófst klukkan 11.00 í morgun og lýkur um klukkan 16.00.

Ástæða er til að hvetja fólk til að renna við og fylgjast með. Eitt skemmtiferðaskip er í höfn á Akureyri í dag og þegar Akureyri.net var við Hof áðan vöktu kraftakarlarnir- og kerlingarnar athygli hinna erlendu sjófarenda sem margir stöldruðu við, hófu símann á loft og tóku mynd.

Kraftar eru í kögglum keppenda eins og nærri má geta, en einnig er snerpa og mýkt nauðsynleg í sumum keppnisgreina. Listrænn kraftur og mýkt einkenndu stórkostlega tónleika Sinfóníuhljómveitar Íslands í Hofi á dögunum undir stjórn meistarans Barböru Hannigan; hún prýðir enn Hof að utan og engu líkara er á myndinn en hún vilja stjórna lyftunni sem þarna er framkvæmd ...

Meira síðar