Fara í efni
Fréttir

Kjarnafjölskyldan og hugleiðsluganga

Í pistlinum Tré vikunnar á veg Skógræktarfélags Eyfirðinga er að þessu sinni fjallað um nokkur lerkitré sem voru gróðursett af félaginu  árið 1980 í Naustaborgum.

„Trén standa stutt frá svokallaðri Skjólborg innan um hvalbök (ávalar klappir) sem kíkja upp úr jörðinni hér og þar. Svæðið er að mestu leyti hringlaga og afmarkað af þéttari skógi. Trén standa því nokkuð fá og strjál fyrir miðju þessa litla svæðis,“ segir Arnbjörg Konráðsdóttir sem skrifar pistilinn að þessu sinni, en hún er sjálfboðaliði hjá Skógræktarfélaginu.

Sumarið 2021 var hlaðinn völustígur (labyrinth) úr steinum á þessum sama stað af 40 sjálfboðaliðum frá Eyjafjarðarsvæðinu og víðar, þar sem fólk stundar hugleiðslugöngu að erlendri fyrirmynd.

Smellið hér til að lesa pistilinn.