Fara í efni
Fréttir

Kiwanismenn gefa SA hjartastuðtæki

Kristinn Örn Jónsson, forseti Kaldbaks, og Jón Benedikt Gíslason frá Skautafélagi Akureyrar.
Kristinn Örn Jónsson, forseti Kaldbaks, og Jón Benedikt Gíslason frá Skautafélagi Akureyrar.

Félagar í Kiwanisklúbbnum Kaldbaki færðu Skautafélagi Akureyrar hjartastuðtæki að gjöf á dögunum. Tækið, sem verður í Skautahöllinni, er þriðja slíka tækið sem klúbburinn hefur gefið; annað þeirra var á sínum tíma gefið í lögreglubíl, hitt í bíl læknavaktarinnar.