Fréttir
Kertafleyting við Leirutjörn í kvöld
06.08.2025 kl. 17:30

Kertum fleytt á Leirutjörn fyrir nokkrum árum. Mynd: Skapti Hallgrímsson
Kertum verður fleytt á Leirutjörn á Akureyri kl. 22 í kvöld til minningar um fórnarlömb kjarnorkuárása Bandaríkjahers á japönsku borgirnar Hírósíma og Nagasakí í ágúst árið 1945. Í dag eru nákvæmlega 80 ár síðan fyrri sprengunni var varpað, á Hiroshima, en þeirri seinni varpað á Nagasakí 9. ágúst.
„Samstaða í kyrrð og friðarhugsun, við minnust líka fórnarlamba á Gaza,“ segir í tilkynningu um viðburðinn. Flotkerti eru seld á staðnum og rennur hluti ágóða af sölu þeirra til almannaheillafélagsins Vonarbrúar sem Kristín S. Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur stofnaði og styður barnafjölskyldur á Gaza.
Rúnar Sigþórsson, prófessor emeritus, heldur ræðu við Leirutjörn í kvöld og Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir flytur ljóð og tónlist.