Fréttir
KEA úthlutar tæpum 30 milljónum í styrki
03.12.2025 kl. 06:00
Mynd af vef KEA
Tæpum 30 milljónum króna var úthlutað úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA við hátíðlega athöfn í Hofi á Akureyri á mánudaginn, 1. desember. Þetta var í 92. sinn sem styrkir eru veittir úr sjóðnum sem stofnaður var árið 1936 en þá hlaut Sjúkrahúsið á Akureyri fyrsta og eina styrk sjóðsins.
Að þessu sinni var styrkjum úthlutað til fjölbreyttra samfélagsverkefna, íþrótta- og æskulýðsstarfsemi og til ungs efnilegs afreksfólks á félagssvæði KEA. Umsóknir voru fjölmargar og af ýmsum toga og hlutu rúmlega 70 einstaklingar, félög og verkefni styrk úr sjóðnum.
Úthlutun skiptist í þrjá meginflokka samkvæmt reglugerð sjóðsins:
- Menningar- og samfélagsverkefni
- Íþrótta- og æskulýðsfélög
- Ungt afreksfólk
Menningar og samfélagsverkefni – 27 styrkir
- Dagbjört Brynja Harðardóttir Tveiten, vegna Gluggasýningar/innsetningar 2026
- Ýr Aimée Gautadóttir Presburg, vegna uppsetningar á frumsömdu leikverki
- Búnaðarsamband Suður Þingeyinga, vegna nýrrar útgáfu á Byggðir og bú
- Samhygð sorgarmiðstöð, vinna með syrgjendum sem mist hafa ástvini
- Marimba-nemendur við Þingeyjarskóla, vegna námsferðar til Svíþjóðar
- Þóra Soffía Gylfadóttir, til að gera teiknimynd um líf barna á síldarárunum á Raufarhöfn
- Gilfélagið, rekstrarstyrkur
- Glerárkirkja, til samfélagsuppbyggingar og auka lýðheilsu í nærsamfélaginu
- Ida Marguerite Semey, til samfélagsverkefnis í Fjallabyggð
- Þuríður Helga Kristjánsdóttir, vegna Sólarpönk: Bjartsýnishátíð
- Leikfélag Dalvíkurbyggðar, til að endurnýja ljósabúnað
- Leikfélag Menntaskólans á Akureyri, vegna leiksýningar í Hofi 2026
- Lionsklúbburinn Hængur, vegna æfingabúða fyrir ungt tónlistarfólk
- Flóra menningarhús, hönnun og frumgerð bókar um menningararf Sigurhæða
- Tónlistarfélag Akureyrar, tónleikaverkefnið Stabat Mater
- Hnoðri í norðri, tónlistarleikhúsverkið Dívur og ídýfur
- Alexander Smári K. Edelstein, tónleikar með úrvali þýskar og íslenskra söngljóða
- Hrund Hlöðversdóttir, tónleikarnir Flökkuhjarta
- Vilhjálmur B Bragason, vegna konsept-plötu " Söngvar Meðaljónsins
- Nemendafélag Framhaldsskólans á Laugum, vegna söngkeppni skólans
- A! Gjörningahátíð, vegna árlegrar gjörningahátíðar
- Egill Logi Jónasson, búnaður fyrir myndbandsupptökur af akureyskri grasrótartónlist
- Fyrrum sjómenn ÚA, smíði á sérstökum borðum fyrir skipslíkön ÚA togara
- Hollvinir Húna, endurnýjun á veiðistöngum og veiðihjólum v skólaverkefna
- Þroskahjálp á Norðurlandi eystra, kaup á rólu á Botn sumardvalarheimili
- Nicola van Kuilenburg, menningarverkefnið Nágrannar – safn af sögum
- Vignir Sveinsson, útgáfa Bókar: Fjárréttir og fjallskil í Dalvíkurbyggð
Íþrótta- og æskulýðsfélög – 19 styrkir
- Skautafélag Akureyrar
- Íþróttafélagið Akur
- Allir með – Íþróttafélagið Þór
- Kvennaráð KA/Þór
- Skátafélagið Klakkur
- Golfklúbbur Akureyrar
- Siglingaklúbburinn Nökkvi
- Aðalstjórn KA
- Dalvík/Reynir- knattspyrnudeild, meistaraflokkur
- Skíðafélag Akureyrar
- Hestamannafélagið Léttir
- Íþróttafélagið Völsungur
- Íþróttafélagið Þór
- Súlur, björgunarsveitin á Akureyri / unglingadeildin Lambi
- Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg
- Knattspyrnufélag Fjallabyggðar
- Íþróttafélagið Magni
- Sundfélagið Rán
- Þór/KA, kvennaknattspyrna
- Ungmennafélagið Samherjar
- Sundfélagið Óðinn
- Dalvík/Reynir meistaraflokkur kvenna
- Skíðafélag Dalvíkur
- Skákfélagið Goðinn
Ungir afreksmenn – 18 styrkir
- Sigfús Fannar Gunnarsson
- Ólafur Kristinn Sveinsson
- Tobías Þórarinn Matharel
- Einar Freyr Halldórsson
- Jens Bragi Bergþórsson
- Pétur Nikulás Cariglia
- Björn Andri Sigfússon
- Veigar Heiðarsson
- Bergrós Ásta Guðmundsdóttir
- Guðrún Hanna Hjartardóttir
- Lilja Maren Jónsdóttir
- Bjarmi Kristjánsson
- Ágúst Leó Sigurfinnsson
- Elena Soffía Ómarsdóttir
- Markús Orri Óskarsson
- Sonja Lí Kristinsdóttir
- Einar Árni Gíslason
- Katla Fönn Valsdóttir