Fara í efni
Fréttir

Kara Guðrún Melstað er látin

Kara Guðrún Melstað lést á heimili sínu í Þýskalandi í gær, mánudaginn 31. maí, 61 árs að aldri. Hún fæddist á Akureyri 22. september 1959.

Kara Guðrún og eiginmaður hennar, Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik, hafa verið búsett ytra um árabil. Á meðan þau bjuggu hérlendis starfaði Kara meðal annars sem kennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri. Hún hafði glímt við veikindi síðustu misseri og lést í faðmi fjölskyldunnar.

Börn Köru og Alfreðs eru Elfar, Aðalheiður og Andri. Systkini Köru eru Sæmundur, Margrét og Valgerður, foreldrar þeirra voru Grétar Stefán Melstað og Anna Sæmundsdóttir.

Akureyri.net sendir Alfreð, börnum þeirra hjóna og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Undirritaður þakkar Köru um leið áralanga vináttu. Blessuð sé minning hennar.

Skapti Hallgrímsson.