Fara í efni
Fréttir

Kæfisvefnsgreiningum hætt vegna fjárskorts

Kæfisvefnsgreiningum hætt vegna fjárskorts

Ekki verða gerðar fleiri kæfisvefnsgreiningar á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) í ár nema nýir samningar náist við Sjúkratryggingar Íslands. Þetta kemur fram í frétt RÚV.

Gildandi samningur við Sjúkratryggingar Íslands um fjölda rannsókna dugir ekki til að anna aukinni eftirspurn eftir greiningu kæfisvefns að því er segir í fréttinni og Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri SAk, segir það einkar slæmt í ljósi þess hve langir biðlistarnir þegar eru. Áður en rannsóknir voru stöðvaðar var biðtíminn á bilinu sex til átta vikur. Biðin kemur nú til með að lengjast.

Smellið hér til að sjá frétt RÚV.