Fréttir
KA-strákarnir unnu Opna Norðlenska mótið
Mynd af Facebook síðu KA í dag.
KA vann Opna Norðlenska mótið í handbolta, æfingamót sem félagið stóð fyrir í dag og í gær.
KA-strákarnir unnu HK 24:21 í úrslitaleik í dag eftir að staðan var 14:8 fyrir þá í hálfleik. Þórsarar urðu í þriðja sæti með því að vinnna Selfyssinga 37:32.
KA vann Þór á fimmtudagskvöldið, eins og Akureyri.net greindi frá, og HK vann Selfoss í hinum undanúrslitaleiknum í gær.