Fara í efni
Fréttir

KA-stelpurnar urðu deildarmeistarar

Stoltir foreldrar og blakmeistarar! Hjónin Paula del Olmo, einn deildarmeistaranna og þjálfarinn, Miguel Mateo Castrillo, með dótturina Ariel eftir sigurinn í dag. Ekki eru nema rúmir tveir mánuðir síðan sú litla kom í heiminn; hún fæddist 18. janúar. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

KA varð deildarmeistari kvenna í blaki í dag. KA-stelpurnar unnu Álftanes 3:1 á heimavelli og skemmtilegum og spennandi leik en liðin voru jöfn fyrir þennan síðasta leik deildarinnar.

  • Úrslit hrinanna, KA - Álftanes: 25:19 – 23:25 25:23 – 25:22

KA vann sem sagt fyrstu hrinuna, Afturelding það og þriðju og fjórðu. Þetta er annað árið í röð sem KA-stelpurnar verða deildarmeistarar, þær urðu einnig bikarmeistarar annað árið í röð á dögunum og fljótlega hefst úrslitakeppnin um Íslandsmeistaratitilinn þar sem þær eiga líka titil að verja.

Jóna Margrét Arnarsdóttir, til vinstri, og Gígja Guðnadóttir fyrirliði KA.

Deildarmeistarar KA eftir sigurinn í dag.