Fara í efni
Fréttir

KA stelpurnar í 4. flokki Íslandsmeistarar

Myndir af Facebook síðu KA

KA varð Íslandsmeistari 4. aldursflokki stúlkna í knattspyrnu í gær. KA-stelpurnar mættu liði FH/ÍH í úrslitaleik á Kaplakrikavelli í gær og unnu 2:0.

Bríet Fjóla Bjarnadóttir (sem kom við sögu meistaraflokks Þórs/KA í fyrsta sinn á dögunum) gerði fyrra markið strax á fimmtu mínútu og Aníta Ingvarsdóttir kom KA í 2:0 á 59. mínútu.

Skammt er stórra högg á milli hjá KA-stelpunum því á miðvikudaginn leika þær til úrslita í bikarkeppninni. Fyrr í sumar unnu þær til sifurverðlauna á Gothia Cup, sterku alþjóðlegu móti sem fram fór í Gautaborg í Svíþjóð.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna úr úrslitaleiknum