Fara í efni
Fréttir

Júlístemning á tjaldsvæðunum

Töluverður fjöldi var á tjaldstæðinu við Þórunnarstræti í dag. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson.
Töluverður fjöldi var á tjaldstæðinu við Þórunnarstræti í dag. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson.

Óvenju margir eru á ferðinni með tjöld sín og ferðavagna miðað við árstíma og stemningin á tjaldstæðunum á Akureyri er nú eins og um góða helgi í júlí, að sögn kunnugra. Talsvert er um fólk bæði á gamla tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti og á Hömrum.

Veðrið hefur leikið við Norðlendinga síðustu daga og séu veðurkort landsins alls skoðuð kemur í sjálfu sér ekki á óvart að fólk haldi í norður- og austurátt. Opinberlega fór hitinn mest í 18,1 gráðu á Akureyri í dag, samkvæmt Veðurstofunni, en einstaka mælar í bænum sýndu 20 stig. Veðrið verður svipað næstu daga.