Fara í efni
Fréttir

Jón Kristinsson 1984 og blaðamaður 2022

Minn­is­varði af­hjúpaður á horni Byggðaveg­ar og Þing­valla­stræt­is í desember 2008; um meint um­ferðarlaga­brot Jóns Krist­ins­sonar á þess­um stað 1984. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Sigurður Kristinsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, og pistlahöfundur Akureyri.net skrifar í dag um sögulegt mál Jóns Kristinssonar, sem varð til þess að gagngerar endurbætur voru gerðar á íslensku réttarkerfi, og um mál sem er „allt hið einkennilegasta að mínu mati“ eins og hann orðar það; þegar blaðamaður var kallaður til yfirheyrslu, með stöðu sakbornings, „á næsta dularfullum forsendum“. Pistillinn kallar Sigurður Réttarríkið á Akureyri.

Smellið hér til að lesa pistil Sigurðar.