Fara í efni
Fréttir

Íslandsklukkunni hringt í sjö mínútur í dag

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, hringir Íslandsklukkunni 1. desember 2018, á 100 ára afmæli fullveldis Íslands. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Forvarnardagurinn gegn einelti og kynferðisofbeldi er 8. nóvember og hvatt er til þess að alls kyns klukkum og bjöllum sé hringt í 7 mínútur kl. 13.

Háskólinn á Akureyri ætlar að verða við kallinu og munu Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, hringja klukkunni í dag.

Gestum og gangandi er velkomið að koma að klukkunni af þessu tilefni, að því er segir á vef háskólans. „Við hvetjum alla til að hringja þeim klukkum, bjöllum og flautum sem þið komist yfir til að vekja athygli á því að einelti og kynferðisofbeldi skal ekki líðast,“ segir þar.