Iðngreinar – Samtal um tækifæri í símenntun
Boðað er til fundar um iðngreinar á Norðurlandi, í menningarhúsinu Hofi síðdegis miðvikudag 19. febrúar. Það eru Iðan fræðslusetur, Félag málmiðnaðarmanna Akureyri, Félag iðn- og tæknigreina, Byggiðn og Samtök iðnaðarins sem vilja „eiga opið samtal við iðngreinarnar á Norðurlandi og heyra frá þeim sem starfa í greininni,“ eins og segir í tilkynningu um fundinn.
Iðan verður með kynningu á starfsemi sinni á fundinum sem stendur frá kl. 17.00 til 19.00.
„Markmiðið er að ræða hvernig símenntun geti stutt við daglegt starf, nýsköpun, tækni og gæðakröfur í iðnaði á svæðinu. Hvar er þörf fyrir aukna þjálfun? Hvaða hæfni er mikilvægt að efla? Og hvernig getum við tryggt að framboð símenntunar þróist í takt við þarfir atvinnulífsins?“ segir í tilkynningu um fundinn.
- Jóhann Rúnar Sigurðsson, formaður FMA, setur fundinn
- Vilborg Helga Harðardóttir, framkvæmdastjóri Iðunnar fræðsluseturs, kynnir starfsemi og framtíðarsýn setursins
- Óskar Grétarsson, leiðtogi málm- og véltæknigreina hjá Iðunni
- Adam Snær Atlason, verkstjóri í stálsmiðju hjá Slippnum – Reynslusaga úr atvinnulífinu
- Ólafur Ástgeirsson, leiðtogi bygginga- og mannvirkjagreina hjá Iðunni
- Sigurður Svavar Indriðason, leiðtogi bílgreina hjá Iðunni
Harpa Björg Guðfinnsdóttir, deildarstjóri Þróunar þekkingar hjá Iðunni opnar spjallið með því að fjalla um niðurstöður spurningakönnunar meðal fundagesta um áskoranir tengdar fræðslu í iðngreinum í landshlutanum og hvernig megi koma til móts við þær.
- Andri Ólafsson, flokksstjóri hjá Slippnum
- Arnþór Örlygsson, verkstjóri hjá Kraftbílum
- Ármann Ketilsson, formaður MBN – Meistarafélags Byggingamanna á Norðurlandi, og framkvæmdastjóri og húsasmíðameistari hjá ÁK smíði
- Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir, sérfræðingur hjá SI
- Unnur Ása Atladóttir, sviðsstjóri verknámsbrauta VMA