Fara í efni
Fréttir

Iðngreinar – Samtal um tækifæri í símenntun

Boðað er til fundar um iðngreinar á Norðurlandi, í menningarhúsinu Hofi síðdegis miðvikudag 19. febrúar. Það eru Iðan fræðslusetur, Félag málmiðnaðarmanna Akureyri, Félag iðn- og tæknigreina, Byggiðn og Samtök iðnaðarins sem vilja „eiga opið samtal við iðngreinarnar á Norðurlandi og heyra frá þeim sem starfa í greininni,“ eins og segir í tilkynningu um fundinn.

Iðan verður með kynningu á starfsemi sinni á fundinum sem stendur frá kl. 17.00 til 19.00. 

„Markmiðið er að ræða hvernig símenntun geti stutt við daglegt starf, nýsköpun, tækni og gæðakröfur í iðnaði á svæðinu. Hvar er þörf fyrir aukna þjálfun? Hvaða hæfni er mikilvægt að efla? Og hvernig getum við tryggt að framboð símenntunar þróist í takt við þarfir atvinnulífsins?“ segir í tilkynningu um fundinn.

Dagskráin:
 
  • Jóhann Rúnar Sigurðsson, formaður FMA, setur fundinn
  • Vilborg Helga Harðardóttir, framkvæmdastjóri Iðunnar fræðsluseturs, kynnir starfsemi og framtíðarsýn setursins
  • Óskar Grétarsson, leiðtogi málm- og véltæknigreina hjá Iðunni
  • Adam Snær Atlason, verkstjóri í stálsmiðju hjá Slippnum – Reynslusaga úr atvinnulífinu
  • Ólafur Ástgeirsson, leiðtogi bygginga- og mannvirkjagreina hjá Iðunni
  • Sigurður Svavar Indriðason, leiðtogi bílgreina hjá Iðunni
Kaffistofuspjall
Harpa Björg Guðfinnsdóttir, deildarstjóri Þróunar þekkingar hjá Iðunni opnar spjallið með því að fjalla um niðurstöður spurningakönnunar meðal fundagesta um áskoranir tengdar fræðslu í iðngreinum í landshlutanum og hvernig megi koma til móts við þær.
 
Þátttakendur í kaffistofuspjallinu eru:
 
  • Andri Ólafsson, flokksstjóri hjá Slippnum
  • Arnþór Örlygsson, verkstjóri hjá Kraftbílum
  • Ármann Ketilsson, formaður MBN – Meistarafélags Byggingamanna á Norðurlandi, og framkvæmdastjóri og húsasmíðameistari hjá ÁK smíði
  • Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir, sérfræðingur hjá SI
  • Unnur Ása Atladóttir, sviðsstjóri verknámsbrauta VMA

Viðburðurinn á Facebook