Fara í efni
Fréttir

Hvetur fólk til að kveikja á kerti á Ráðhústorgi

Hvetur fólk til að kveikja á kerti á Ráðhústorgi

Kyrrðar- og bænastund verður í Blönduóskirkju í kvöld klukkan 20, vegna harmleiksins sem varð þar um liðna helgi. Þar verða tendruð ljós og kærleikurinn sendur til þeirra sem þurfa á að halda.

Blönduósingar hafa biðlað til fólks um allt land til þess að kveikja á kerti og senda þannig fallega strauma til þeirra sem eiga um sárt að binda. Anna María Sigurbjargardóttir frá Blönduósi, sem búsett er á Akureyri, hafði samband við Akureyri.net og vill hvetja fólk til þess að leggja leið sína á Ráðhústorg kl. 20 í kvöld og kveikja þar á kerti.