Fara í efni
Fréttir

Hvetur bæjaryfirvöld og Eyrarpúka til dáða

Jón Ingi Cæsarsson, Eyrarpúki og fyrrverandi formaður skipulagsnefndar Akureyrar, skrifar reglulega um málefni Oddeyrar. Honum er bæjarhlutinn hugleikinn, enda fæddur þar og uppalinn og býr á Eyrinni.

Í nýrri grein nefnir hann enn að umgengni sé ekki eins og best verður á kosið. „Víðast hvar er fallegt um að litast og sannarlega ekki margir staðir sem eru ekki í fínasta lagi, en það stingur í augun þar sem það er ekki,“ skrifar Jón.

Hann nefnir meðal annars ótrúlega marga númerslausa bíla, sem sumir hafi verið þar árum saman. „Merkilegt að sjá að verið er að safna númerslausum bílflökum við nýuppgerða aðstöðu á hafnarsvæðinu. Varla er það vilji hafnarstjórnar að hafa svona til sýnis fyrir nýkomna ferðamenn af skemmtiferðaskipum.“

Jón Ingi hvetur bæjaryfirvöld og íbúa til dáða. „Ég skora því á alla að líta í kringum sig, bæjaryfirvöld og íbúa og velta þessum málum fyrir sér. Samstaða skilar miklum árangri.“

Smellið hér til að lesa grein Jóns Inga.