Fara í efni
Fréttir

Hvernig á að sækja um aðstoð fyrir jólin?

Ljósmynd: Herdís Helgadóttir

Með tilkomu nýrrar heimasíðu færist umsóknaferli fyrir jólaaðstoð hjá Velferðasjóði Eyjafjarðarsvæðis yfir á rafrænt form. Vonast er til að þetta einfaldi ferlið bæði fyrir umsækjendur og aðstandendur sjóðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Velferðarsjóðnum.

Fólk sem ekki hefur aðgang að tölvu eða getur af öðrum orsökum ekki sótt um rafrænt getur einnig hringt í 570 4090 milli kl. 10:00 og 13:00 frá 28. nóvember til og með 2. desember.

Eins og fyrir síðustu jól er sótt um á einum stað hjá jólaaðstoðinni. Samstarfsaðilarnir sameinast um að styðja þig með þátttöku fyrirtækja og einstaklinga á Eyjafjarðarsvæðinu.

Smellið hér til að sækja um