Fara í efni
Fréttir

Hvenær má fljóta með straumnum?

Hvenær má fljóta með straumnum?

Sigríður Ólafsdóttir, mannauðsráðgjafi og PCC markþjálfi hjá Mögnum, bættist nýverið í hóp pistlahöfunda Akureyri.net. Pistlar hennar, Magnaðir mánudagar, verða birtir á tveggja vikna fresti. Sá sem birtist í dag er annar í röðinni.

Einn fylgifiskur markmiðssetningar og pælinga um hvert skuli stefna „er vangaveltan um hversu mikið þarf að ákveða, setja markmið um eða sjá fyrir sér – má ekki líka bara leyfa hlutunum að gerast og njóta þess sem alheimurinn býður, lifa í núinu og fljóta með straumnum,“ skrifar hún. „Þarna eins og með svo margt er svarið líklega „bæði er betra“, en hvaða svar er það og hvernig á það að hjálpa, á hvaða sviðum á ég að setja stefnu og hvar á ég að fljóta með straumnum?“ skrifar Sigríður.

Í pistlunum mun hún fjalla um „þá vegferð okkar að vera fólk í leik og starfi“ eins og hún orðar það; vangaveltur í bland við fræðin og áhuga og þekkingu höfundar.

Lesendur geta óskað eftir umfjöllun um ákveðin viðfangsefni ef svo ber undir. Netfang Sigríðar er sigga@mognum.is

Pistil dagsins kallar Sigríður Hvenær má maður bara fljóta með straumnum? Smellið hér til að lesa.

Mismunandi mögnuð markmið