Fara í efni
Fréttir

Hvammsbændur byrjaðir í heyskap

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Bændur á bænum Hvammi í Eyjafjarðarsveit hófu slátt í dag, fyrstir á svæðinu . Þegar Akureyri.net leit við í sveitinni um hádegisbil var Tristan Ingvason, vinnumaður hjá Hvammsbændum, að slá túnið við bæinn Teig. „Ég veit að tveir byrjuðu í gær fyrir sunnan, í Hvalfjarðarsveitinni, en ég veit ekki um aðra,“ sagði Hörður Snorrason, bóndi á Hvammi í dag.

„Þetta lítur vel út, það er allt annað þegar við höfum smá vætu með,“ sagði hann í dag en hlýtt hefur verið í veðri síðustu daga. „Við tökum þetta í skorpum, sláum 15 hektara núna; sláum gömlu túnin núna fyrst, háliðagras.“