Fara í efni
Fréttir

Húsnæðismál eldri borgara á Akureyri

„Að tryggja rétt okkar allra til farsællar öldrunar er stórt og mikilvægt verkefni, ekki síst í ljósi þess að hlutfall eldra fólks fer hækkandi hér á landi rétt eins og annarsstaðar í heiminum,“ segir Gunnar Már Gunnarsson, bæjarfulltrúi Framsóknar í grein sem birtist á Akureyri.net í morgun, þar sem hann fjallar um húsnæðismál eldri borgara. 

„Akureyrarbær hefur sett sér aðgerðaáætlun í málefnum aldraðra sem unnið er eftir og tekur á heilsueflingu, félagsstarfi og upplýsingagjöf. Veigamiklir póstar eru hins vegar eftir í þeirri vegferð bæjarins að verða aldursvænt samfélag þar sem er gott að eldast. Húsnæðis- og skipulagsmál eru þar á meðal,“ segir hann.

Smellið hér til að lesa grein Gunnars Más.